Fréttir
  • Flogið yfir Reykjavík

Staðreyndir um flugútboð

ekki lögbrot að ganga til samninga

14.11.2020

Vegagerðin braut ekki gegn lögum þegar samið var við Norlandair ehf. um flug til Bíldudals og Gjögurs. Beðið var eftir afstöðu kærunefndar útboðsmála áður en gengið var til samninga. Kærunefndin heimilaði samningsgerðina og eru samningar því lögmætir. Sjá fyrri frétt um útboðið.


Ýmsar rangfærslur hafa komið fram um útboðið og halda áfram og því rétt að árétta að flugvélar Norlandair ehf. sem notaðar verða til að sinna þeirri þjónustu sem boðin var út standast allar kröfur útboðsins.

Vegagerðinni er skylt að bjóða út flugþjónustu reglulega og er tilgangurinn með opinberum innkaupum af þessu tagi að auka samkeppni með hag almennings að leiðarljósi. Augljóslega er einnig skylt að taka hagstæðustu tilboðum hverju sinni sem standast þær kröfur sem gerðar eru í útboði og óheimilt er að velja fyrirtæki á þeirri forsendu að það hafi sinnt þjónustunni lengi.

Vegagerðin fékk Ríkiskaup upphaflega til þess að annast útboðið. Mat Ríkiskaupa  var að tilboð Ernis ehf. uppfyllti ekki skilyrði útboðsins og væri því ógilt.. Ríkiskaup taldi því rétt að semja við Norlandair ehf. um alla leggina þrjá.

Norlandair ehf. var með lægsta boð í flug á Bíldudal og til Gjögurs en Ernir ehf. til Hafnar. Sjá töflu:

Áætlunarflug á Íslandi - sérleyfi fyrir Vegagerðina
Samanburðartafla innskilaðra tilboða
Fjárhæðir 3 ára samningur

Flugleið

Flugfélag Austurlands ehf.

Flugfélagið Ernir ehf.

NorlandAir ehf.  

Gjögur

88,1 m.kr. 197,0 m.kr. 139,4 m.kr.

Bíldudalur

303,5 m.kr. 600,5 m.kr. 472,6 m.kr.
Hornafjörður 370,2 m.kr. 530,7 m.kr. 677,4 m.kr.

Flugfélag Austurlands ehf. stóðst ekki útboðskröfur og gat aldrei komið til álita. Vegagerðin tók við útboðinu og nýtti heimildir til þess að   heimila bjóðendum að leggja fram viðbótargögn og frekari skýringar.  Erni var ítrekað gefið slíkt tækifæri. Tilboð Ernis var að fengum viðbótarpplýsingum  metið gilt og fyrirtækinu boðinn samningur um annan af tveimur hlutum útboðsins.   Enda var fyrirtækið lægstbjóðandi í þeim hluta rétt einsog Norlandair ehf. var lægstbjóðandi í hinum hlutanum (flugleiðirnar Bíldudalur og Gjögur voru boðnar út saman en flugleiðin á Hornafjörð sér.)

Líkt og sést á töflunni er tilboð Norlandair ehf. í flug til Bíldudals og Gjögurs 185 m.kr. lægra en boð Ernis ehf. eða um 62 m.kr. árlega og tilboð Ernis ehf. er um 147 m.kr. lægra vegna flugsins til Hafnar í Hornafirði eða um 49 m.kr. árlega.