Fréttir
  • Febrúar 2013. Vegurinn ruddur eftir að snjóflóð féll í Ólafsjarðarmúla.

Snjóflóðaviðvaranir með SMS

Súðavíkurhlíð, Ólafsfjarðarmúli og Flateyrarvegur

19.12.2019

Vegagerðin er með viðvörunarkerfi þar sem SMS skeyti með upplýsingum um snjóflóðahættu eru send til vegfarenda. Um er að ræða veg 61 um Súðavíkurhlíð, veg 82 um Ólafsfjarðarmúla og veg 64 Flateyrarveg.

Viðvaranirnar eru meðal annars byggðar á snjóflóðaspá sem Veðurstofan gerir fyrir Vegagerðina um þessa vegakafla.

Þeir sem vilja fá upplýsingar um snjóflóðahættu á þessum vegum geta skráð sig á SMS lista með því að senda post á umferd@vegagerdin.is eða í síma 1777.

Hvað þýða stigin?

Borið hefur á að fólk skilji ekki nógu vel hvað skilaboðin þýða sem send eru. Því er ekki úr vegi að rifja upp hver er munurinn er á óvissustigi og hættustigi.

A:  varað er við snjóflóðahættu á næstu klukkustundum.

B:  lýst yfir óvissustigi, sem þýðir að snjóflóðahætta er viðvarandi og vegfarendur hvattir til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.

C:  lýst yfir hættustigi, veginum lokað.

D:  hættustigi aflýst og vegurinn opinn.