Fréttir
  • Mestar eru skemmdirnar í Mikladal.
  • Slitlagsskemmdir urðu í þýðunni undanfarið en unnið er að bráðabirgðaviðgerðum.

Slitlagsskemmdir á Bíldudalsvegi (63)

Unnið að bráðabirgðaviðgerðum

18.12.2020

Í þýðunni undanfarna daga hafa orðið umtalsverðar slitlagsskemmdir á Bíldudalsvegi í Mikladal og Tálknafirði. Skemmdirnar eru mestar í Mikladal á um 4-5 km kafla og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega þar sem aðstæður gætu verið varasamar á köflum.

Vegagerðin vinnur að bráðabirgðaviðgerðum á svæðinu en ljóst er að nokkra dagamun taka að koma ástandinu í viðunandi horf.