Fréttir
  • Sigþór Sigurðsson framkvæmdastjóri Colas Ísland, og Svanur G. Bjarnason svæðisstjóri Suðursvæðis, við undirritun samnings.

Samið um malbikun

Vegagerðin og Colas Ísland undirrita samning

29.3.2023

Vegagerðin hefur samið við Colas Ísland um malbikun á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi árin 2023 og 2024 með möguleika á framlengingu um eitt ár. Skrifað var undir samninginn fyrr í vikunni. 

Heildarvirði samningsins eru um 1,7 milljarðar eða um 855 milljónir á ári. Verði samningurinn framlengdur hækkar heildarvirði hans í 2,5 milljarða. 

Vegagerðin bauð út þrjú verk fyrr á þessu ári á Evrópska efnahagssvæðinu, sem skiptust í malbikun á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi fyrir árin 2023 og 2024. Þrjú tilboð bárust í öll verkin frá þremur innlendum verktökum. Colas Ísland reyndist bjóða lægsta verðið í öllu þremur tilvikum, sem voru um 97-103% af kostnaðaráætlun, auk þess að uppfylla önnur skilyrði útboðsins. 

Áætlað er að vinna hefjist um miðjan maí og verði lokið fyrir 1. ágúst í ár og á næsta ári. 

Helstu magntölur samanlagt útboðanna þriggja eru:  

126.800 m2 í útlagnir 

113.400 m2 í fræsingar

20.500 m2 í hjólfarafyllingar 

54.375 m í yfirborðsmerkingar