Fréttir
  • Dýpkunarskipið Dísa að störfum í Landeyjahöfn

Samningur um vetrardýpkun í Landeyjahöfn framlengdur

Samið við Björgun fram í miðjan febrúar

28.1.2020

Samningur við Björgun ehf. um vetrardýpkun í Landeyjahöfn hefur verið framlengdur til 15. febrúar nk. Herjólfur siglir nú í Landeyjahöfn, dýpi verður mælt í vikunni. Fljótlega má síðan vænta samnings um frekari vetrardýpkun eftir að þessum samningi við Björgun lýkur. 

Björgun verður með viðveru í Þorlákshöfn þegar veður leyfir ekki dýpkun í Landeyjahöfn eða ef ekki reynist þörf á að dýpka.