Fréttir
  • Samgönguþing

Samgönguþing 2017

verður haldið 28. september 

26.9.2017

Samgönguþing 2017 verður haldið í Hveragerði fimmtudaginn 28. september og hefst kl. 10. Jón Gunnarsson samgönguráðherra ávarpar þingið. Auk umræðu um samgönguáætlun og stöðu hennar verður fjallað um framtíðarsýn í samgöngum, ákvarðanatöku, flug, almenningssamgöngur og umferðaröryggi svo nokkuð sé nefnt.


Dagskrá:

Kl. 10:00 Bæjarstjóri Hveragerðis, Aldís Hafsteinsdóttir, býður fundargesti velkomna.

Ávarp Jóns Gunnarssonar ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála

Kl. 10:15–11:15 Samgönguáætlun – staða
Formaður samgönguráðs, Ásmundur Friðriksson
Forsvarsmenn samgöngustofnana – pallborð
Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið – Sigurbergur Björnsson
Vegagerðin – Hreinn Haraldsson

Samgöngustofa – Þórólfur Árnason
Isavia – Björn Óli Hauksson

Kl. 11:15 Framtíðarsýn í samgöngum – Guðmundur Freyr Úlfarsson prófessor við HÍ

11:45 Hádegishlé

Kl. 12:20 Hvítbók: Ákvarðanataka í samgöngum – dr. Gunnar Haraldsson hagfræðingur

Kl. 12:45 Flug sem almenningssamgöngur og mikilvægi þess fyrir búsetugæði á landsbyggðinni – Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrúar

Kl. 13:10 Góðar samgöngur, grunnur samkeppnishæfs samfélags – Haukur Óskarsson
tæknifræðingur

Kl. 13:25 Framkvæmdir á stofnvegum út frá höfuðborgarsvæðinu – dr. Eyjólfur Árni
Rafnsson verkfræðingur – kynning – umræður

Kl. 14:15 Málstofur
a. Umferðaröryggi – nýjar áskoranir og verkefni
b. Orkuskipti í samgöngum og loftslagið
c. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu
d. Hafnamál og nýjungar í útgerð

Kl. 15:15 Kaffi

Kl. 15:30 Samantekt úr málstofum

Kl. 16:00 þinglok – léttar veitingar

Fundarstjóri er Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar

Boðið verður upp á ókeypis far með rafrútu á þingið. Farið verður frá samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytinu við Sölvhólsgötu kl. 09:00 og komið við á bensínstöðinni í Norðlingaholti um kl. 09:15. Lagt verður af stað til Reykjavíkur frá Hótel Örk kl. 17:00. Komið verður við á bensínstöðinni í Norðlingaholti á leiðinni að samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytinu. Þangað verður komið um kl. 18:00.

Þátttakendur eru beðnir að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið: kristin.hjalmarsdottir@srn.is. Þátttakendur eru jafnframt beðnir að taka fram hvort þeir þiggja far með rútu á þingstað.