Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Samdráttur í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu

leita þarf aftur til ársins 2011 til að finna meiri samdrátt

9.3.2020

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar dróst saman um tæpt prósent og hefur ekki dregist meira saman síðan á árinu 2011 í þessum mánuði. Sama er að segja um umferðina frá áramótum sem hefur nú dregist saman um 1,2 prósent.


Milli mánaða 2019 og 2020

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu, í þremur lykilmælisniðum Vegagerðarinnar, dróst saman um 0,9% í nýliðnum febrúar miðað við sama mánuð á síðasta ári.  Umferðin hefur ekki dregist jafn mikið saman, í febrúar, síðan 2011 á höfuðborgarsvæðinu.   Einnig mælist nú samdráttur í tveimur fyrstu mánuðum ársins og það þarf einnig að fara aftur til ársins 2011 til að finna sambærilegt ástand í umferðinni.  Samdráttur mældist í tveimur sniðum af þremur og mestur í sniði á Hafnarfjarðarvegi, sunnan Kópavogslækjar eða um 3% en 0,7% aukning varð í sniði á Vesturlandsvegi ofan Ártúnsbrekku.

Frá áramótum
Nú hefur umferðin, í umræddum mælisniðum, dregist saman um 1,2% frá áramótum og leita þarf aftur til ársins 2011 til að finna meiri samdrátt.

Umferðin eftir vikudögum
Umferðin jókst á mánudögum og þriðjudögum en dróst saman hina dagana. Mest jókst umferðin á þriðjudögum eða um 1,9% en mestur samdráttur mældist á föstudögum eða 8,5%.  Þetta er svipað mynstur og átti sér stað fyrir lykilteljara Vegagerðarinnar  á Hringvegi, sjá fyrri frétt þar um .

Talnaefni