Samdráttur í júlí en töluvert meiri umferð en í júní
umferðin í júlí var 3,4 prósentum minni en fyrir ári en 13 prósent meiri en í júní
Umferðin á Hringveginum í nýliðnum júlímánuði dróst saman um 3,4 prósent frá sama mánuði fyrir ári síðan. Umferðin var eigi að síður 13 prósentum meiri í júlí en hún var í nýliðnum júnímánuði. Líklega munar mestu um aukinn sumarfrísakstur landsmanna en einnig hefur ferðamönnum fjölgað og þar með umferð þeirra á vegunum. Útlit er fyrir að gríðarlegur samdráttur verði í ár og gæti hann numið 10 prósentum þegar upp er staðið.
Milli
mánaða 2019 og 2020
Íslendingar
hafa greinilega tekið vel við sér í akstri í júlí mánuði því umferðin varð 13%
meiri en í mánuðinum á undan (júní) en þessi aukning dugði þó ekki til þess að umferðin í júlí yrði meiri en í sama mánuði á síðasta ári. Umferðin varð 3,4% undir því sem hún var í júlí
2019. Umferðin dróst saman á öllum landssvæðum en mestur reyndist
samdrátturinn á Austurlandi eða 8,3% en minnst dróst umferðin saman í
lykilsniðum í grennd á og við höfuðborgarsvæðið eða um 0,9%. Þess ber þó að geta
að umferðin í nýliðnum júlí reyndist á pari við júlí 2017.
Af einstaka mælistöðum er það að frétta að bara einn staður reyndist með meiri umferð nú í júlí miðað við sama mánuð á síðasta ári en það var umferðin um sniðið á Hellisheiði, en aukningin var ekki mikil eða 0,4%. Mestur samdráttur mældist í sniði á Mývatnsheiði eða 26,3%.

Frá
áramótum
Nú hefur
umferð dregist saman um 12,1% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári.
Þetta er lang mesti samdráttur sem mælst hefur miðað við árstíma, eða tvöfalt meiri
en hann hefur áður mælst sem var á milli áranna 2010 og 2011 en þá hafði umferð dregist
saman um 6,2% frá áramótum á sama tíma.
Mest hefur umferð dregist saman um Austurland eða um 25,8% en minnst á og við höfuðborgarsvæðið eða um 5,8%.
Umferð
vikudaga
Umferð
hefur dregist saman í öllum vikudögum, frá áramótum, miðað við sama tímabil á síðasta
ári en mest á sunnudögum eða um 17,1% en minnst á þriðjudögum eða um 11,3%.
Horfur út
árið
Ekki er
búist við því að umferð aukist í neinum mánuði það sem eftir er ársins borið
saman við síðasta ár, því gæti umferðin dregist saman um 10%. Gangi þetta
eftir yrði það lang mesti samdráttur sem mælst hefur, frá því að þessi
samantekt hófst, eða tvöfalt meiri en áður hefur mælst í þessum sniðum.