Fréttir
  • Reykjanesbraut (41) Krýsuvíkurvegur-Hvassahraun

Reykjanesbraut (41) Krýsuvíkurvegur-Hvassahraun

Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun

2.10.2020

Vegagerðin auglýsir drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, frá Krýsuvíkurvegi að enda fjögurra akreina brautarinnar á Hrauni vestan Straumsvíkur.  Lengd vegkaflans er um 5,6 km og er þetta eini kaflinn á Reykjanesbrautinni, frá Ásbraut í Hafnarfirði að Njarðvík sem ekki hefur verið breikkaður.

Á vegkaflanum sem um ræðir er gert ráð fyrir einum mislægum vegamótum við Rauðamel og einum undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi austan við álverið.  Þá verður sett fram tillaga að tveimur vegtengingum, annars vegar að Straumi og hins vegar að skólphreinsistöð, austan Straumsvíkur.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi með því að aðgreina akstursstefnur.  Þetta verður gert með því að breikka núverandi veg úr tveimur samhliða akreinum í tvær og tvær aðskildar, þar sem í dag er ein akrein í hvora átt.

Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt á heimasíðu Vegagerðarinnar samkvæmt reglugerð 1123/2005, um mat á umhverfisáhrifum (http://www.vegagerdin.is/framkvaemdir/umhverfismat/matsaetlun/)

Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur til 19. október 2020.  Athugasemdir skal senda til:  Mannvit /Urðarhvarfi 6 /203 Kópavogi, merktar “Reykjanesbraut” eða með tölvupósti til haukur@mannvit.is

Drög að tillögu að matsáætlun