Fréttir
  • Rannsóknaráðstefnan er 20 ára í ár.

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2021

Skráning er hafin

13.10.2021

Árleg Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður haldin í 20. sinn föstudaginn 29. október næstkomandi og fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut.

Ráðstefnan hefur skapað sér sérstöðu í ráðstefnuhaldi hér á landi því fáar ráðstefnur bjóða upp á jafn fjölbreytileg umfjöllunarefni. Ætíð kennir margra grasa á ráðstefnunni enda tekin fyrir  15-20 rannsóknarverkefni hverju sinni. Styrkur rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar hefur legið í því að styrkja verkefni á mjög breiðu fræðasviði þar sem ekki endilega er einblínt á hefðbundna vegagerð. Verkefnin falla þó undir fjóra almenna flokka sem eru: mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Ráðstefnan hefur alla jafna verið fjölsótt af starfsmönnum Vegagerðarinnar, starfsmönnum ráðgjafa- og verkfræðistofa, verktaka og almennra áhugamanna um samgöngur og rannsóknir.

Á ráðstefnunni í ár verður mest fjallað um rannsóknir sem fengu fjárveitingar úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar árið 2020 en þó er það ekki einhlítt.

Beint streymi verður frá ráðstefnunni og hægt að skrá sig fyrir því í hlekknum hér að neðan.

Almenn skráning - smelltu á hlekkinn.Dagskrá ráðstefnunnar 
9:00 - 9:15Setning - Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar 
9:15 - 9:45Náttúran og pólitíkin - Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, fyrrv. alþingismaður og rithöfundur. 
9:45 - 10:00Malarslitlög - ekki bara drulla – Hafdís Eygló Jónsdóttir, Vegagerðin
10:00- 10:15Tæring málma í andrúmslofti á Íslandi, Vigdís Bjarnadóttir og Baldvin Einarsson, Efla hf. 
10:15-10:45 Hlé
10:45 - 11:00Endurskoðun jarðtæknistaðalsins Eurocode 7,  Þorgeir Helgason, Verkís hf., Davíð R. Hauksson, VSÓ Ráðgjöf ehf. og Þorri Björn Gunnarsson, Mannvit hf.
11:00 - 11:15Slitþolin hástyrkleikasteypa 50 mm á brýr – þróun og blöndun,
Helgi S. Ólafsson, Vegagerðin 
11:15 - 11:30 Stauraundirstöður fyrir brýr, Andri Gunnarsson, Efla hf. 
11:30-11:45  Fyrirspurnir 
11:45-13:00 Hlé
13:00 - 13:15 Gagnvirkar hraðahindranir, Katrín Halldórsdóttir, Vegagerðin
13:15 - 13:30 Áhrif örflæðis í samgöngulíkani, Albert Skarphéðinsson, Mannvit hf. 
13:30 - 13:45 Borgarskipulag og ferðavenjur á höfuðborgarsvæðinu, Harpa Stefánsdóttir, NMBU 
13:45 - 14:00 Mælingar á færslu óstöðugra fláa í rauntíma og langtíma – Siglufjarðarvegur,
Guðjón Örn Björnsson og Heiðar Karlsson, Vista ehf. og VSÓ Ráðgjöf ehf. 
14:00-14:15  Notkun gagna veggreinis í umferðaröryggisstjórnun, Þorbjörg Sævarsdóttir, Vegagerðin 
 14:15-14:30

Farsímagögn í umferðarlíkan, Smári Ólafsson, VSÓ Ráðgjöf ehf.

14:30-14:45 Fyrirspurnir 
14:45-15:15 Hlé
15:15 - 15:30 Endurheimt staðargróðurs á framkvæmdasvæðum, Steinunn Garðarsdóttir, LBHÍ
15:30 - 15:45Grænar raforkulausnir fyrir vita byggðar á efnarafölum, Atli Már Ágústsson, Efla hf.
15:45 - 16:00Sjálfbærnimat íslenskra vegaframkvæmda – tilviksrannsókn á nýjum Suðurlandsveg,
Sandra Rán Ásgrímsdóttir, Mannvit hf.
16:00 - 16:15Kortlagning á neðansjávarskriðum í Seyðisfirði og Norðfirði, Ögmundur Erlendsson og Anett Blischke, ÍSOR 
16:15 - 16:30Fyrirspurnir 
16:30Ráðstefnuslit - léttar veitingar 
 Ráðstefnustjóri G. Pétur Matthíasson