Fréttir
  • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður haldin í Hörpu 30. október 2020.

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2020

Haldin í nítjánda sinn þann 30. október

8.6.2020

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður haldin í Hörpu föstudaginn 30. október 2020. Ráðstefnan er sú nítjánda í röðinni. Henni er ætlað að endurspegla hluta þess mikla rannsókna- og þróunarstarfs sem hefur verið styrkt af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.

Rannsóknaverkefnin eru mörg og fjölbreytt. Skýrslur um verkefnin berast Vegagerðinni jafnt og þétt og eru birtar á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Upplýsingar um þau verkefni sem fengu styrk á árinu 2020 er að finna hér.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna verða kynntar þegar nær dregur.