Fréttir
  • Þórir Ingason Vegagerðinni

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2016

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður haldin í Hörpu, föstudaginn 28. október 2016

11.10.2016

Hin áhugaverða og vel sótta rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður haldin í 15. sinn föstudaginn 28. október næst komandi. Skráning er hafin, hlekk er að finna í fréttinni.

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður haldin í Hörpu, föstudaginn 28. október 2016. Dagskrána er að finna neðar í þessari frétt.

Þetta er sú fimmtánda í röðinni, en kveðið er á í vegalögum um að 1,5% af mörkuðum tekjum til vegamála skuli renna til rannsókna- og þróunarstarfs og er ráðstefnunni ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess starfs.

Vegagerðin vinnur að innleiðingu Grænna skrefa í ríkisrekstri og hvetur þátttakendur til huga að lágmörkun umhverfisáhrifa, svo sem með notum á vistvænum ferðamáta til og frá ráðstefnunni og taka þátt í úrgangsflokkun á staðnum.

Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna á þessum hlekk: Skráning á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar 2016

Þátttökugjald er 15.000 krónur og 4.000 krónur fyrir nema og eftirlaunaþega.

 

Munið umhverfið og grænu skrefin:

 

 

  • Ferðumst saman í bíl. 
  • Göngum. 
  • Hjólum. 
  • Stökkvum í strætó.
  • Rannsóknaráðstefnan er haldin í Hörpunni sem hefur undirritað loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar um að draga úr myndun úrgangs.

 

 

 

Rannsóknir Vegagerðarinnar 28. október 2016
Dagskrá 

 08:00-09:00  Skráning
 09:00-09:15  Setning,
 Þórir Ingason (Vegagerðin)
 09:15-09:30  Steypt 40-50 mm slitlög á brýr,
 Ólafur Wallevik (Rannsóknastofa byggingariðnaðarins)
 09:30-09:45  Samfelldir þensluliðir í vega- og brúargerð til að auka endingu og minnka viðhaldskostnað, (ágrip)
 Lárus Helgi Lárusson (VSÓ)
 09:45-10:00  Ending steypu í sjávarumhverfi, (ágrip)
 Einar Hafliðason
 10:00-10:15  Niðurbrot óbundins burðarlags undir sveiflandi álagi, (ágrip)
 Sigurlaug María Hreinsdóttir (Rannsóknastofa  byggingariðnaðarins)
 10:15-10:45  Kaffi
 10:45-11:00  VegVist - endurheimt staðargróðurs við frágang á vegsvæðum, (ágrip)
 Ása Aradóttir (LbHÍ)
 11:00-11:15  Styrkingarmöguleikar efra burðarlags núverandi vega, (ágrip)
 Þorbjörg Sævarsdóttir (Efla)
 11:15-11:30  Forviðvörun bruna í jarðgöngum, (ágrip)
 Birkir Sigurðsson (Efla)
 11:30-11:45  Ferðaleiðir að fjallabaki, (ágrip)
 Rögnvaldur Ólafsson og Gyða Þórhallsdóttir (HÍ)
 11:45-12:00  Umræður og fyrirspurnir
 12:00-13:00  Matur 
 13:00-13:15  Umferðaröryggi erlendra ferðamanna á Íslandi, (ágrip)
 Haraldur Sigþórsson (VHS)
 13:15-13:30  Kortlagning hættulegra staða, hindranir og ótti hjólreiðamanna í Reykjavík, (ágrip)
 Jaime McQuilkin (ReSource  International) [Erindi flutt á ensku]
 13:30-13:45  Öryggi hjólandi vegfarenda á þjóðvegum landsins, (ágrip)
 Berglind Hallgrímsdóttir (Verkís)
 13:45-14:00  Stefnumótun í skiltum meðfram vegakerfinu, (ágrip)
 Kristjana Erna Pálsdóttir (VSÓ)
 14:00-14:15  Ferðavenjur vetur 2015-2016, (ágrip)
 Bjarni Reynarsson (Land-ráð sf)
 14:15-14:30  Mismunandi breytingar á botndýralífi utan og innan þverunar Dýrafjarðar, (ágrip)

 Þorleifur Eiríksson (Rorum)

 14:30-14:45  Umræður og fyrirspurnir
 14:45-15:15  Kaffi 
 15:15-15:30  Vistferilsgreiningar fyrir íslenskar brýr, (ágrip)
 Sigurður Thorlacius (Efla)
 15:30-15:45  Kortlagning aftakastorma og vegagerð - Suðvesturland,
 Guðrún Nína Petersen (Veðurstofan)
 15:45-16:00  Algild hönnun - Norrænar hönnunarreglur um algilda hönnun, (ágrip)

 Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir (Verkís)

 16:00-16:15  Hringvegurinn - áhugaverðir staðir, (ágrip)
 Sóley Jónasdóttir (Vegagerðin)
 16:15-16:30  Ævintýravegurinn - tillaga að vinnuferli við áætlanagerð ferðamannavega, (ágrip)

 Matthildur Bára Stefánsdóttir (Vegagerðin)

 16:30-16:45  Samfélagsleg áhrif Vaðlaheiðarganga, staðan fyrir göng - "Menn eru byrjaðir
 að stóla á að komast  alltaf", (ágrip)
 Hjalti Jóhannesson (Háskólinn á Akureyri)
 16:45-17:00  Umræður og fyrirspurnir
 17:00-  Ráðstefnuslit, léttar veitingar í boði Vegagerðarinnar
   Glærur og ágrip fyrirlestra verður hægt að finna á vef Vegagerðarinnar að ráðstefnu lokinni