Fréttir
  • Hjáleið verður um Ásbraut.
  • Verið er að malbika og ganga frá lögnum.
  • Rampurinn inn á Reykjanesbrautina frá Krýsuvíkurvegi verður lokað í tvær vikur.

Lokun á rampi frá Krýsuvíkurvegi inn á Reykjanesbraut í átt til Reykjavíkur

Hjáleið um Ásbraut

28.10.2019

Vegna vinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar (41) í gegnum Hafnarfjörð þarf að loka suðaustur rampi frá Krýsuvíkurvegi inn á Reykjanesbraut í átt til Reykjavíkur. Verið er að malbika og leggja lokahönd á frágang lagna á þessu svæði.

„Við komumst því miður ekki hjá því að loka rampinum sem liggur frá Krýsuvíkurvegi upp á Reykjanesbraut í austur meðan verið er að ganga frá lögnum og malbika. Þetta getur valdið töfum, sérstaklega fyrir iðnaðarstarfsemi í Hellnahrauni og íbúa Vallahverfis en aka þarf í gegnum hverfið um Ásbraut og fara upp á Reykjanesbrautina við Strandgötu. Þessi lokun á ekki að hafa áhrif á umferð af Reykjanesbraut inn á Krýsuvíkurveg,“ segir Ólafur Sveinn Haraldsson verkfræðingur hjá Vegagerðinni.

Gera má ráð fyrir að rampurinn verði lokaður frá og með 30. október eftir morgunumferð. Umferð verður beint um hjáleið um Ásbraut. Ráðgert er að vinna við lagnir og malbikun standi yfir í tvær vikur.

Vegagerðin vonast til að vegfarendur sýni framkvæmdunum skilning og þolinmæði.