Fréttir
  • Anna Steinsen, KVAN

Rafræn ráðstefna gekk framar vonum

Nítjánda ráðstefnan er sú fyrsta rafræna

5.11.2020

Nítjánda Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar fór fram 30. október síðastliðinn. Ráðstefnan var rafræn í ár í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu en öll framkvæmd gekk framar vonum. 290 voru skráðir og fylgdust hátt í 200 með á hverjum tíma.

Allir fyrirlesarar fluttu erindi sín í salnum Norðurljósum í Hörpu. Alls voru fyrirlestrar 16 talsins og fyrirspurnartímar fimm. Þátttakendur gátu spurt spurninga á gegnum forritið sli.do sem tengt var ráðstefnustreyminu. Fjölmargar spurningar bárust og greinilegt að mikill áhugi var á viðfangsefnum ráðstefnunnar.

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar setti ráðstefnuna. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni var Anna Steinsen sem ræddi við áhorfendur um gleði og þrautseigju á krefjandi tímum. Þar nefndi hún meðal annars mikilvægi þess að vera ekki leiðinlegur.

Sett hefur verið upp ráðstefnusíða á vef Vegagerðarinnar þar sem hægt er að nálgast ágrip og allar glærur sem birtust á ráðstefnunni.

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar. Glærur og ágrip.