Fréttir
  • Efnisvinnsla

Ráðstefna um steinefnavinnslu

verður haldin 27. mars nk.

29.1.2020

Vegagerðin stendur fyrir ráðstefnu um steinefnavinnslu. Fjallað verður um hörpun, þvott, efnisvinnslu, rannsóknir, jarðfræði, CE merkingar, mölunaraðferðir og margt fleira.

Ráðstefnan verður haldin föstudaginn 27. mars í sal á Hótel Natura (gamla Loftleiðahótelinu) og hefst klukkan 09:00 og stendur allan daginn. Kaffi og hádegismatur innifalið og er verðið 14 þúsund krónur.

Nánar um fjölmörg erindi á ráðstefnunni, en fjallað verður um hörpun, þvott, efnisvinnslu, rannsóknir á steinefnum, jarðfræði Íslands, CE merkingu fylliefna til mannvirkjagerðar, mismunandi mölunaraðferðir og kröfur, framleiðslu og notkun á vélunnum sandi og endurvinnslu steypu.

Hér er linkur til að skrá sig á ráðstefnuna