Fréttir
  • Heimsókn ráðherra júní 2017
  • Heimsókn ráðherra júní 2017
  • Heimsókn ráðherra júní 2017
  • Heimsókn ráðherra júní 2017
  • Heimsókn ráðherra júní 2017

Ráðherra kynnir sér Vegagerðina

Jón Gunnarsson í Borgartúninu

20.6.2017

Samgönguráðherra Jón Gunnarsson heimsótti Vegagerðina í Borgartúni í Reykjavík nýlega og kynnti sér margháttaða starfsemi stofnunarinnar. Það eru mörg verkefni sem Vegagerðin sinnir er snerta lagningu nýrra vega, viðhald á um 13 þúsund km löngu vegakerfi og þjónustu við kerfið sumar og vetur svo stærstu verkefnin séu nefnd.

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri gekk um húsakynni Vegagerðarinnar í miðstöð í Borgartún, með ráðherra og fylgdarfólki en annars er Vegagerðin staðsett á 20 stöðum um land allt. Hann kynnti síðan hvað það er sem Vegagerðin sinnir en nefna má auk þeirra verkefna sem fyrr voru nefnd, útdeiling á styrkjum til almenningssamgangna, viðhald og rekstur 104 vita, rekstur Landeyjahafnar og umsjón með rekstri ferja, ráðgjöf til sveitarfélaga um hafnarmannvirki, sjóvarnir, þá eru umferðaröryggismál eru viðamikil og mikilvæg ekki síður en nýjasta verkefnið sem er umsjón með þurrsalernum á 15 stöðum um land allt í tilraunaskyni. Svo fátt eitt sé nefnt af viðamikilli og fjölbreyttri starfsemi Vegagerðarinnar.

Með ráðherra voru í för Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir og Ólafur E. Jóhannsson, aðstoðarmenn ráðherra, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Sigurbergur Björnsson skrifstofustjóri.