Fréttir
  • Vikumeðatöl kenniöldu 1958-2020.

Óvenjulegt öldufar við Landeyjahöfn í janúar 2020

Ölduhæð for tvisvar yfir tíu metra

5.2.2020

Eftir óvenju gott öldufar úti fyrir suðurströndinni í desember hófst nýja árið með kraftmiklum hætti. Ölduhæð í janúar var mikil samanborið við meðaltal ölduspá Evrópsku veðurstofunnar fyrir árin  1958-2020.

Á meðfylgjandi grafi má sjá vikumeðaltal ölduhæðar fyrir árið 2019 og það sem af er árið 2020. Vikumeðaltöl ársins 2020 eru merkt með appelsínugulum þríhyrningi og eins og sjá má fara þrjár af fimm vikum í janúar 2020 yfir meðal ölduhæð og tvær vikur eru við hæstu meðaltöl sem mæld hafa verið.

Mælingar staðfesta þetta en Surtseyjardufl mældi hæð kenniöldu í tvígang fara yfir tíu metra. Það er að segja 10,7 metra þann 8. janúar og 10,3 metra þann 23. janúar.

Ölduhæð í janúar 2020 var því mun meiri en á sama tíma fyrir ári. Sé janúarmánuður síðastliðinn borinn saman við allt síðasta ár má sjá að fleiri vikur í þessum eina mánuði ná yfir 90 prósenta markið en allt síðasta ár.