Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir vikudögum

Örlítil aukning umferðar í febrúar

á Hringveginum við höfuðborgarsvæðið

4.3.2020

Umferðin á Hringveginum jókst lítillega eða um 0,4 prósent í febrúar. Aukningin var einungis við höfuðborgarsvæðið en samdráttur varð allsstaðar annarsstaðar. Frá áramótum er samdráttur í umferðinni sem nemur um þremur prósentum og hefur ekki verið meiri síðan árið 2012.

Milli mánaða 2019 og 2020
Þrátt fyrir rysjótt veðurfar, í nýliðnum febrúar, jókst umferðin lítillega borið saman við sama mánuð á síðasta ári eða um 0,4%.  Þessi heildaraukning er þó eingöngu borin uppi  af aukningu sem varð á og við höfuðborgarsvæðið.  Umferðin jókst um 5,7%, sem verður að teljast umtalsvert, á því landssvæði en dróst saman á öllum öðrum svæðum. Mest dróst umferðin saman á Norðurlandi eða um rúmlega 10%, miðað við sama mánuð á síðasta ári.  

Samanburðartafla









Frá áramótum
Nú hefur umferðin dregist að jafnaði saman um 3% frá áramótum borið saman við sama tímabil á síðasta ári.  Leita þarf aftur til ársins 2012 til að finna meiri samdrátt í umferð, í umræddum sniðum, miðað við árstíma. 

Umferðin hefur dregist saman á öllum landssvæðum að undanskildum mælisniðum á og í kringum höfuðborgarsvæðið en þar hefur umferðin aukist um 0,7%.  Mest hefur umferðin dregist saman á Norðurlandi eða um 11,4%.

Umferð eftir vikudögum
Það sem af er ári hefur umferðin einungis aukist á mánudögum og þriðjudögum en dregist saman alla hina vikudagana.  Hlutfallslega hefur umferðin aukist mest á þriðjudögum eða um 5,2% en dregist mest saman á föstudögum eða um 11,8%.  Föstudagar eru umferðarmestu dagarnir en ekki eins afgerandi stærri en hinir vikudagarnir þegar miðað er við síðasta ár.  Venjulega eru þriðjudagar umferðarminnstir en nú ber svo við að bæði laugardagar og sunnudagar eru minni og laugardagar minnstir.

Talnaefni