Fréttir
  • Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2019

Opnað fyrir umsóknir um rannsóknarstyrki Vegagerðarinnar

Auglýst er eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021.

5.1.2021

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til rannsóknaverkefna fyrir árið 2021.

Frestur til að skila umsóknum rennur út á miðnætti að kvöldi föstudagsins 29. janúar 2021. 

Vegagerðin veitir árlega styrki til rannsóknaverkefna. Nú er auglýst eftir umsóknum um styrki og/eða fjármögnun einstakra verkefna fyrir árið 2021.

Umsóknir þurfa að berast í seinasta lagi að kvöldi föstudagsins 29. janúar 2021. Nánari upplýsingar má nálgast hér á vef Vegagerðarinnar.

Fyrirspurnir má senda í tölvupósti til Ólafs Sveins Haraldssonar, forstöðumanns rannsóknadeildar, olafur.s.haraldsson(hjá)vegagerdin.is.

Myndin sem fylgir fréttinni er frá rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar árið 2019.