Fréttir
  • Við Steinavötn 3.10.2017
  • Við Steinavötn 3.10.2017
  • Við Steinavötn 3.10.2017

Opnað fyrir umferð yfir Steinavötn á hádegi á miðvikudag

Vinna við smíði bráðabirgðabrúar gengið vonum framar

3.10.2017

Svo vel hefur gengið að smíða bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn að opnað verður mun fyrr fyrir umferð um brúna en áætlað var. Brúin verður tilbúin til notkunar og umferð um hana leyfileg frá og með hádegi á morgun miðvikudag 4. október.

Brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar ásamt fjölda annarra starfsmanna Vegagerðarinnar hafa lagt dag við nótt undanfarna daga til að þetta megi verða og hafa unnið þróttmikið og öruggt starf við smíði brúarinnar.

Nú á þriðjudegi um hádegi eru allar undirstöður komnar, búið er að fylla í veg að öðrum endanum, allir stálbitar eru komnir á sinn stað og brúargólfið komið á að 2/3 hlutum. Unnið er að gólfeiningum sem koma ofan á brúargólfið og vegriðum auk þess að ljúka verkinu og tengja veginn við hinn endann. Þá er unnið að merkingum og uppsetningu umferðarskilta.

Rétt að minna vegfarendur á að fara varlega á þessu svæði en reikna má með einhverjum töfum á morgun eftir hádegið þar sem Vegagerðarmenn verða þá að ljúka störfum og ganga frá. Brúin er einbreið.

Fram að opnun er gangandi umferð heimil yfir gömlu brúna og er fólk ferjað á milli Hala í Suðursveit og Hrollaugsstaða og brúarinnar.