Fréttir
  • Frá opnun Norðfjarðarganga

Opið á klukkutíma fresti í Norðfjarðargöngum

meira opið á laugardag

5.11.2021

Norðfjarðargöng verða opin á heila tímanum í tíu mínútur í senn frá og með morgundeginum, laugardeginum 6. nóvember. Auk þess verður opið alveg í klukkutíma í senn þrisvar á dag en lokað ó nóttunni. Sjá tímatöflu í fréttinni. 

Í dag föstudag eru óbreyttir tímar en á morgun verður opið meira en áður, vegfarendur eru beðnir um að sýna varúð því á milli þess sem er opnað er unnið að viðgerðum. Þær ganga vel þótt ekki sé hægt að lofa hvenær þeim lýkur að fullu og hægt verður að opna alveg. Oddskarðsgöng eru opin minni bílum en útlit er fyrir slæmt veður á morgun og líklegt að loka þurfi umferð um fjallveginn og Oddskarðsgöng.


Opið kl.Hleypt í gegn  
10 mínútur í senn
7:00 - 9:00 
 10:00 og 11:00
12:00 - 13:00 
 

14:00, 15:00, 16:00, 
17:00 og 18:00

19:00 -20:00 
Lokað á nóttunni:
20:00 - 07:00

Á morgun laugardag verður gefið út hvernig verður með opnanir á sunnudag.