Fréttir
  • Ölfusárbrú closure in August

Ölfusárbrú við Selfoss lokuð í viku í ágúst

Vegna viðgerða verður brúin  yfir Ölfusá lokuð í viku um miðjan ágúst.

20.7.2018

Vegna viðgerða verður brúin  yfir Ölfusá lokuð í viku um miðjan ágúst. Brúin verður alveg lokuð frá og með kl. 20 þann 13. ágúst til 20 ágúst.

Áætlað er að loka þann 12. ágúst á miðnætti, opna fyrir morgunumferð kl. 6 þann 13. ágúst og loka svo aftur kl. 20 sama dag. Nýtt brúargólf verður steypt um nóttina, steypan er nokkra sólarhringa að harðna og áætlað er að hægt verði að hleypa aftur umferð á brúna þann 20. ágúst.

Ástæður lokunar:

  • Brúin er orðin mjög slitin og eru hjólför orðin 40-50 mm djúp.
  • Dagleg umferð um Ölfusárbrú yfir sumartímann er u.þ.b. 17.000 bílar á sólarhring.
  • Breidd  brúarinnar  er aðeins 6,1 metri og áætlað vinnusvæði 3,3 metrar þannig að ómögulegt er að halda einni akrein opinni fyrir almenna umferð.
  • Umferðarstýring myndi tefja vinnu mikið og gæti tvöfaldað, jafnvel þrefaldað framkvæmdatímann.
  • Miklar tafir og raðir myndu myndast sitt hvoru megin við brúna.
  • Áætlaður tími í viðgerð er rúmur og ef veðurlag er hagstætt er gert  ráð fyrir að þetta taki talsvert skemmri tíma.
  • Ágúst er valinn með það í huga að steypan verði fljótari að harðna, skólahald verður ekki byrjað og aðeins er byrjað að hægja á umferð ferðamanna.

Hjáleið verður m.a. um Þrengsli (39) og Óseyrarbrú á Eyrarbakkavegi (34).

Í uppsveitum eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut (35), Skálholtsveg (31), Bræðratunguveg (359) og Skeiðaveg (30).

Gangbrautin á Ölfusárbrú verður opin á framkvæmdatímanum.

Ölfusárbrú closure in August