Fréttir

Nýjar Framkvæmdafréttir komnar á netið

Fjölbreyttar greinar

11.5.2022

Í nýjustu Framkvæmdafréttum er meðal annars fjallað um nýja göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár við Dimmu, landbrot í Víkurfjöru og rannsókn á varasömum hviðustöðum á þjóðvegum landsins. Farið er yfir framkvæmdirnar á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss og sagt frá framkvæmdum á Vatnsnesvegi og Þjórsárdalsvegi.


Vefútgáfu Framkvæmdafrétta má finna hér.  

Áskrift að Framkvæmdafréttum er án endurgjalds og hægt er að skrá sig fyrir áskrift með því að senda póst á sogi@vegagerdin.is.