Fréttir
 • Hamarsfjörður á færðarkortinu
 • Hamarsfjörður 13. des
 • Ennisháls
 • Reykjanesbraut
 • Kjalarnes
 • Þröskuldar
 • Steingrímsfjarðarheiði
 • Miklidalur
 • Holtavörðuheiði
 • Klettsháls
 • Hellisheiði
 • Kolgrafafjarðarbrú

Fylgst með fárviðrum

áhugavert getur verið að fylgjast með veðrinu á heimasíðu Vegagerðarinnar

15.12.2014

Það er ekki einungis hægt að fylgjast með færð á vegum á heimasíðu Vegagerðarinnar heldur er þar einnig að finna margháttaðar veðurupplýsingar. Má til dæmis fylgjast með veðurhvellum eins og þegar svo mikið gekk á að mælirinn í Hamarsfirði brotnaði, líklega af því að klaki eða grjót fauk á hann 14. desember.

Líkt og komið hefur fram í fréttum hættu að koma merki frá veðurstöð Vegagerðarinnar í Hamarsfirði þegar vindurinn í hviðunum fór upp í 67 m/s sem er gríðarlega mikill vindur. Mælirinn hefur áður mælt nærri 70 m/s vind en nú gerðist það að vindneminn brotnaði af festingunni líklega vegna þess að grjót eða klaki hefur fokið í hann. Önnur mælagögn frá veðurstöðinni skiluðu sér í hús.

Uppfært 16. desember:
Búnir að setja annan vindnema á stöðina. 

Með þessu öllu má fylgjast á heimasíðu Vegagerðarinnar. 

Ef farið er inn á færðarkortin á forsíðunni, með því að smella á kortið sjálft eða á hnappinn "Færð og veður" og síðan á viðeigandi staða á Íslandskortinu, þá má þar smella á einn af gulu kössunum (sjá mynd með Hamarsfirði) til að fá upplýsingar í rauntíma um vindhraða og vindhviður, um vindáttina, hita og daggarmark. Einnig upplýsingar um veghitann, umferðina á þessum stað og um rakastigið.

Á myndunum sem fylgja hér með má sjá að mælirinn í Hamarsfirði sló út upp úr hádegi þann 14. desember. Einnig eru hér birtar myndir sem sýna veðurhvellinn sem gekk yfir landið 30. nóvember sl. og aftur 1. desember. Sjá má á myndunum hvernig veðrið hefst þann 30. nóvember og gengur hratt yfir en kemur svo aftur að miklum krafti aðfaranótt 1. desember.