Fréttir
  • Yfirgefnir bílar í umferðinni og vetrarfærðinni
  • Yfirgefnir bílar í umferðinni og vetrarfærðinni
  • Yfirgefnir bílar í umferðinni og vetrarfærðinni
  • Yfirgefnir bílar í umferðinni og vetrarfærðinni
  • Yfirgefnir bílar í umferðinni og vetrarfærðinni
  • Yfirgefnir bílar í umferðinni og vetrarfærðinni
  • Yfirgefnir bílar í umferðinni og vetrarfærðinni

Hætta af yfirgefnum bílum

eigendur beðnir um að fjarlægja fljótt og örugglega

12.12.2014

Stórhætta getur skapast af yfirgefnum bílum þegar skyggni á vegum verður slæmt. Eigendur slíkra bifreiða eru beðnir um að fjarlægja þá strax og hægt er. Dæmi eru um að eftir veðurskot síðustu daga hafi bílar staðið yfirgefnir í allt að tvo sólarhringa.

Þess eru dæmi að ökutæki eru skilin eftir á akreinum jafnvel ljóslaus í langan tíma. Þetta skapar eðlilega stórhættu þegar skyggni er slæmt. Einnig eru mörg dæmi frá nýliðnum dögum að ökutæki eru skilin eftir í vegkanti eftir útafakstur. Þá getur skapast sú hætta að viðkomandi ökutæki verði fyrir skemmdum við snjóruðning og það skapar hættu fyrir þá sem vinna á snjómokstursbílum og fyrir aðra vegfarendur.


Þess vegna er mikilvægt að yfirgefnir bílar séu fjarlægðir um leið og veður gengur niður og fært er orðið.