Fréttir
  • Umferðin á Hringvegi með spá
  • Umferðin á Hringvegi eftir mánuðum

Gríðarleg aukning umferðar í nóvember á Hringveginum

gott tíðarfar í nóvember skýrir þetta að einhverju marki

1.12.2014

Gríðarleg aukning varð í umferðinn í nóvember á Hringvegin en umferðin jókst um meira en 11 prósent. Þessi mikla aukning leiðir til þess að nú stefnir óvænt í að umferðin á Hringveginum árið 2014 slái öll met. En það er háð því að umferð aukist líka nokkuð í desember sem fer mest eftir tíðarfari.

Milli sömu mánaða 2013 og 2014
Umferð jókst um 11,2% milli nóvember mánaða, sem er auðvitað gríðarlega aukning, sem ekki hefur sést síðan árið 2007. Til að setja þessa aukningu í sögulegt samhengi upplýsist að meðalaukning milli nóvember mánaða frá árinu 2005 er 1,7%.  Mjög mikil aukning varð í umferð um öll landssvæði en hlutfallslega jókst hún mest um mælipunkt á Austurlandi eða um 33,8% (ath. lítil umferð er um mælipunktana um Austurland). Miklar sveiflur geta orðið í umferð á Hringvegi, í haust- og vetrarmánuðum, því má ætla að góð tíð í nóvember hafi átt stóran þátt í þessari miklu aukningu nú.

Frá áramótum, milli áranna 2013 og 2014
Umferðin frá áramótum hefur aukist um 5,8%, sem er mesta aukning miðað við árstíma síðan árið 2007 en þá hafði umferðin aukist um 6,5% miðað við sama tímabil árið 2006.Mest hefur umferðin aukist um Norðurland eða 9,8% en minnst um höfuðborgarsvæðið eða 4,5%, sjá töflu sem fylgir fréttinni.
Samanburdur-november

Horfur út árið 2014
Samkvæmt reiknilíkani Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir mikilli aukningu í desember sem hefði það í för með sér, gangi sú spá eftir, að umferðin á þessu ári yrði um 6,0% meiri en hún var á síðasta ári. Þá myndi nýtt met verða slegið, í umferð um Hringveginn. Gildandi umferðarmet, yfir umrædd 16 mælisnið á Hringvegi, var sett árið 2007 en nú stefnir í tæplega 0,3% bætingu á því. Hafa verður í huga að veðurfar í desember mun skipta miklu máli um það hver niðurstaðan verður að lokum. 

Verði t.d. lítil aukning eða samdráttur, í umferðinni í desember, verður ekkert met slegið.