Fréttir
  • Opið hús á Hellu

Sprengisandsleið - opið hús í Reykjavík og á Akureyri

opið hús verður í Reykjavík á fimmtudag og á þriðjudag á Akureyri

11.11.2014

Drög að tillögu að matsáætlun vegna Sprengisandsleiðar verða kynnt á opnu húsi í Reykjavík fimmtudaginn 13. nóvember og á Akureyri 18. nóvember. Kynningin fer fram með útprentuðum gögnum og á skjávörpum og fulltrúar Vegagerðarinnar og Landsnets ræða við gesti. Áður hefur opið hús verið haldið í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit og á Hellu.

Vegagerðin og Landsnet hafa haft samstarf um leiðarval vegna Sprengisandsleiðar og Sprengisandslínu en mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna er að hefjast. Vegagerðin og Landsnet standa sameiginlega að kynningarfundum um matsáætlanir þessara verkefna.

Opið hús verður

-  fimmtudaginn 13. nóvember í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal, Reykjavík, kl.  16:00-19:00.

-  þriðjudaginn 18. nóvember á Hótel KEA, Hafnarstræti 87 – 89 Akureyri, kl.  16:00-19:00.

Þar verða drög að tillögu að matsáætlun kynnt með útprentuðum gögnum og með upplýsingum á skjávörpum og tölvuskjám.  Fulltrúar frá Landsneti, Vegagerðinni og ráðgjöfum verða á staðnum til að ræða við gesti.

Allir velkomnir!

Drögin að tillögunni er að finna hér á vef Vegagerðarinnar en fyrir línuna á vef Landsnets.

Skjávarpakynning Vegagerðarinnar
Skjávarpakynning Landsnets