Fréttir
  • Reykjadalur á Hringvegi, framkvæmdir
  • Reykjadalur á Hringvegi, framkvæmdir
  • Reykjadalur á Hringvegi, framkvæmdir
  • Reykjadalur á Hringvegi, framkvæmdir
  • Reykjadalur á Hringvegi, framkvæmdir
  • Reykjadalur á Hringvegi, framkvæmdir
  • Reykjadalur á Hringvegi, framkvæmdir
  • Reykjadalur á Hringvegi, framkvæmdir
  • Reykjadalur teikning

Framkvæmdir í Reykjadal (myndir)

í sumar voru unnið að því að bæta öryggið

21.10.2014

Unnið var að því í sumar að styrkja og bæta veginn í Reykjadal við þéttbýlið Laugar á Hringveginum, fyrst og fremst til að auka öryggi vegfarenda. Margir ökumenn virða ekki hraðatakmarkanir á veginum þar sem hann liggur um Laugar.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá framkvæmdunum. 

Í sumar var unnið við um helming verksins eða um 3 km frá Laugum að Daðastöðum, þeim hluta lýkur á næsta ári. Í heild er um að ræða 6,3 km kafla sem nær frá norðurenda þéttbýlisins á Laugum langleiðina að Reykjadalsá. 

Burðarþol vegarins var orðið lélegt og vegurinn mishæðóttur. Margir ökumenn virtu ekki þær hraðatakmarkanir sem voru á Hringveginum þar sem hann liggur í gegnum þéttbýlið á Laugum. Á þeim kafla voru einnig margar vegtengingar sem sumar hverjar eru illa afmarkaðar og engin gangbraut.

Auk styrkingar og breikkunar voru vegfláar gerðir meira aflíðandi; í þéttbýlinu fólust aðgerðirnar líka í uppsetningu á tveimur þéttbýlishliðum, afmörkun tveggja gangbrauta yfir Hringveginn, biðstöð fyrir almenningsvagna á lóð Dalakofans, skýrari afmörkun vegtenginga með kantsteinum og lokun tengingar að Iðnbæ.

Fyrri hluti verksins var unnin í sumar og verður kláraður næsta sumar en síðari áfangi ræðst af fjárveitingum.