Fréttir
  • Vinningstillagan göngubrú í Þórsmörk
  • Höfundar vinningstillögunnar
  • Höfundar allra tillagna

Göngubrú yfir Markarfljót

vinningstillagan

9.10.2014

Verkfræðistofan Efla og Studio Granda áttu vinningstillöguna í samkeppni Vina Þórsmerkur og Vegagerðarinnar um göngubrú á Markarfljót við Húsadal. Kostir tillögunnar þóttu vera þeir að hún falli vel í umhverfið og er látlaus.


Einnig eru kostir við tillöguna að brúin er fremur léttbyggð og viðhaldslítil strengbrú. Galli hinsvegar að halli er á brúargólfi næstu endum brúarinnar og handrið fremur gisið og ótraust að mati dómnefndar. 

Tvær aðrar tillögur voru í þessari hönnunarsamkeppni frá VSÓ ráðgjöf og Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar annarsvegar og hinsvegar frá Kanon arkitektum og verkfræðistofunni Hnit.

Sjá má allar tillögurnar í meðfylgjandi bæklingi (pdf)

Á myndinni með öllum eru frá vinstri, 
Fríða Björg Eðvarðsdóttir, VSÓ ráðgjöf
Þorkell Magnússon, Kanon arkitektar
Harald B. Alfreðsson, Hnit verkfræðistofa
Ríkharður Kristjánsson, EFLA 
Steve Christer, Studio Granda
Magnús Arason, EFLA
Kristján Uni Óskarsson, EFLA
Baldvin Einarsson, EFLA