Fréttir
  • Veglínur til skoðunar

Skógræktarfélög ekki á móti vegi um Teigsskóg

verndun skógarins séu haldlaus rök, notuð sem yfirvarp

2.10.2014

Skógræktarfélag Íslands ásamt félögum á Vestfjörðum hefur sent frá sér ályktun um vegalagningu í Teigsskógi og telur ekki ástæðu til að leggjast gegn henni. Því sé ranglega haldið fram að nauðsyn sé að varðveita skóginn, það eru haldlaus rök og yfirvarp segir í ályktun skógræktarfélaganna.

Í ályktuninni segir einnig:  "Örlítið brot af Teigsskógi og skóglendi að vestanverðu í Þorskafirði fer undir veg samkvæmt nýjustu tillögu Vegagerðarinnar, innan við 1% af heildarflatarmáli skógarins.  Skaðinn er því óverulegur. Við fyrirhugaðar framkvæmdir verður jafnmikill birkiskógur ræktaður innan héraðs til mótvægis við skerðingu í Teigsskógi. Birkiskóglendi á sunnanverðum Vestfjarðakjálkanum minnkar því ekki við gerð vegarins."

Bent er á að víða sé að finna fallega birkiskóg, kjarrlendi sé það víða að nær ómögulegt sé að leggja vegi án þess að fara um það. 

"Engin sérstök náttúrufræðileg rök hníga því til þess að fáeinir hektarar af birki í Teigsskógi skuli vera sá farartálmi nauðsynlegum vegabótum sem raun ber vitni. Óhóflegar og illa rökstuddar verndarkröfur mega ekki hindra að lagðir verði nútímalegir vegir um sýsluna. Með því væri að óþörfu gengið gegn búsetugæðum íbúa sem hafa verið í fararbroddi við að rækta og vernda náttúrlegt skóglendi." segir í lok ályktunarinnar sem má sjá í heild sinni hér.  

Veglínan um Teigsskóg má sjá á myndinni, leið Þ-H