Fréttir
  • Umferð á Hringvegi
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum

Enn eykst umferðin

mesta aukning septemberumferðar á Hringvegi síðan árið 2006

1.10.2014

Umferðin á Hringveginum jókst í september um rúm fjögur prósent frá sama mánuði í fyrra. Jafnmikil aukning hefur ekki mælst í þessum mánuði síðan árið 2006. Reiknað er með að umferðin í ár verði um 4,4 prósentum meiri en í fyrra en hún nær þó ekki metárunum 2007 og 2009.

Milli september mánaða 2013 og 2014
Umferð, í 16 mælipkt. á Hringvegi, jókst um 4,1% milli september mánaða.  Slík aukning hefur ekki sést síðan árið 2006. Ekki er um met umferð að ræða því umferðin er aðeins undir því sem hún  mælst mest en það var árið 2007. Mest jókst umferðin um Austurland eða 21,1% (ath. umferð í mælipkt. um Austurland er lítil og sveiflukennd), en athygli vekur að 0,5% samdráttur mælist um Norðurland, eitt landssvæða.


Samanburdur-september
Frá áramótum 2013 og 2014
Frá áramótum hefur umferð aukist um 4,4% m.v. sama tímabil síðasta árs. Leita þarf aftur til ársins 2007 til að finna meiri aukningu m.v. árstíma.Mest hefur umferð aukist um Austurland og minnst um Norðurland.

Horfur út árið 2014
Ef umferðin á Hringvegi hegðar sé svipað og í meðalári, það sem eftir lifir árs, má reikna með 4,4% aukningu nú í ár m.v. árið 2013. Verði það raunin á heildarumferðin samt sem áður eftir 0,5 stig í að ná heildarumferðarmagni sem mældist yfir mælipkt. árið 2009 og 1,4 stig í umferðina eins og hún var árið 2007.


Athygli er vakin á því að ekki náðist samband við teljara í Hvalfjarðargöngum. Tölur þaðan byggja því á áætlun en munu verða leiðréttar um leið og þær berast. Ekki er búist við því að þetta hafi mikil áhrif á heildar niðurstöður.