Fréttir
  • Hagvöxtur og umferðin

Samband umferðar og hagvaxtar

umferðin og hagvöxturinn fylgjast glettilega vel að

24.9.2014

Umferðin síðan 2005 og þróun hagvaxtar fylgist nokkuð vel að þegar borin er saman vöxtur umferðarinnar og útreikningur Hagstofunnar á hagvextinum. Þessi fylgni er þekkt víða um heim og ekki séríslenskt fyrirbæri.

Hagstofan birti nýlega frétt um hagvöxt á síðasta ári og er fróðlegt að bera hann saman við

umferðartölur Vegagerðarinnar, sjá meðfylgjandi línurit. Í ljós kemur að umferð á Hringveginum (16 lykilteljarar Vegagerðarinnar) eykst um nákvæmlega sama hlutfall og hagvöxtur á síðasta ári. Enn meiri fylgni mælist sé hagvöxtur borinn saman við umferðartölur á höfuðborgarsvæðinu, fyrir tímabilið 2005 - 2013, þótt aukning umferðar á síðasta ári sé heldur minni en hagvöxturinn árið 2013.


Akstur innan höfuðborgarsvæðis vegur u.þ.b. 1/3 af heildarakstri hvers árs.  Séu umferðarvísitölur lagðar saman í þessum hlutföllum og bornar saman við hagvaxtavísitölur kemur meðfylgjandi mynd í ljós.

Spennandi verður að fylgjast með því hvort hagvöxtur verði í samræmi við vöxt í umferðartölum Vegagerðarinnar fyrir árið 2014.


Hagvöxtur og umferðin