Fréttir
  • Umhverfisráðstefna NVF
  • Róbert A. Stefánsson
  • Róbert A. Stefánsson
  • Hrönn Hrafnsdóttir
  • Kristján Kristjánsson
  • Svenja Auhage
  • Theódóra Matthíasdóttir
  • Auður Magnúsdóttir
  • Umhverfisráðstefna NVF

Allt um síldardauðann í Kolgrafafirði

á umhverfisráðstefnu NVF í Stykkishólmi

11.9.2014

Norræna vegasambandið (NVF) hélt árlega umhverfisráðstefnu sína í Stykkishólmi 2.-3. september. Þar var meðal annars fjallað um síldardauðann í Kolgrafafirði og þverun fjrðarins. Fyrstu niðurstöður rannsókna benda ótvírætt til þess að að þverunin og brúin hafi ekki leitt til síldardauðans.


Norræna vegasambandið (NVF) eru samtök vegagerða, verktaka, ráðgjafa og annarra sem að vegagerð koma á Norðurlöndunum. Ein af 16 tækninefndum sambandsins fjallar um umhverfismál vítt og breitt. Sú nefnd hélt ráðstefnu í Stykkishólmi 2. -3. september sem 33 þátttakendur frá öllum norrænu ríkjunum sóttu.

Fjallað var um umhverfisvottun í Snæfellsbæ, aðalskipulag Reykjavíkur, 20 ára sögu mats á umhverfisáhrifum á Íslandi, fuglalíf við endurheimtar tjarnir og vötn auk fyrirlestra um sjálfa þverun Kolgrafafjarðar og svo síldardauðann í desember 2012 og janúar 2013.

Róbert A. Stefánsson forstöðumaður Náttúrfræðistofu Vesturlands fjallaði um síldardauðann. Hann sagði að dauðann mætti rekja til súrefnsiskorts enda hefði hlutfall súrefnis á þessum tíma í Kolgrafafirði verið það lægsta sem mælst hefði á Íslandi. Gríðarlegt magn af síld hefði verið í firðinu og langt tímabil logns á svæðinu, þetta hefði allt lagst á eitt. Síðan hefði í febrúar bæst við rotnandi síld í firðinum frá síldardauðanum í desember.

Þá er spurningin hvort þverunin ætti hér hlut að máli. Róbert sagði að flóð og fjara væri nánast óbreytt eftir þverun og fyrir en hinsvegar væru straumar breyttir. En fyrstu niðurstöður rannsókna Hafrannsóknarstofnunar og Vegagerðarinnar bentu til þess að vegurinn hefði ekkert með síldardauðann að gera. 

Hinsvegar taldi hann að þessi reynsla myndi eigi að síður hafa áhrif til framtíðanr við mat á umhverfisáhrifum við þveranir fjarða.