Fréttir
  • Frá ráðstefnunni
  • Frá ráðstefnunni
  • Frá ráðstefnunni
  • Frá ráðstefnunni
  • Plastbrú til sýnis
  • Allt úr plasti en ekki í plati
  • Brýr voru skoðaðar um allt Suðurland
  • Brýr voru skoðaðar um allt Suðurland

Nýjar brýr með nýrri tækni

NVF brúaráðstefna haldin í Reykjavík

5.9.2014

Nýir tímar og ný tækni kallar líka á nýjar tegundir brúa. Um það var fjallað á brúaráðstefnu Norræna vegasambandsins (NVF) sem haldin var í Reykjavík 3. - 4. september.

Líkt og oftast þegar ráðstefnu eða málþing eru haldin á Íslandi koma fleiri en ella. Þessa ráðstefnu sóttu tæplega 60 manns frá öllum norrænu ríkjunm. Margháttuð starfsemi fer fram innan Norræna vegasambandsins en meginþátturinn er að skiptast á upplýsingum og þekkingu á hinum ýmsu sviðum vegagerðar og samgagna.

Fyrirlestrarnir fjölluðu um nýjar brýr og nýja tækni í brúargerð og þá um aðferðir, efnisgerð  og líkangerð meðal annars, opnunarfyrirlesturinn fjallaði um strandveg E39 í Vestur-Noregi sem er á 20 ára áætlun og hvernig á að leysa af ferjurnar með nýjum brúm og göngum. Þar er stefnt á ferjufrían veg. Til þess þarf aðra tækni en notuð er í dag því að sumir firðirnir á leiðinni eru mjög djúpir og breiðir.

Á ráðstefnunni mátti einnig líta sýningarbrú frá Gný úr plastefnum sem gefur stálinu lítið eftir og er mun léttara efni til brúargerðar.

Ráðstefnugestir kynntu sér síðan brýr á Íslandi seinni dag ráðstefnunnar, skoðaðar voru brýr á Suðurlandi.  Veðrið sýndi hinum norrænu gestum sína bestu hlið, en stöðvarð var við Ölfusá, Þjórsá, Markarfljót, Skóga og að lokum við Múlakvísl. Mannvirki voru skoðuð og ekki síður náttúran sem kallar á brúargerðina.  Einar Hafliðason, sem hefur nýlátið af störfum sem forstöðumaður brúadeildar Vegagerðarinnar var leiðsögumaður og fræddi gesti á um eldgos, jarðskjálfta, vötn og býr enda af nógu að taka af nýliðnum átökum vegagerðarmanna við náttúröflin á þessari leið.

Opna NVF golfmótið sem var haldið í annað sinn í tengslum við ráðstefnuna 2. september á Hvaleyrarvelli undir umsjón Arons Bjarnasonar,  þátttakendur voru reyndar ekki nema fjórir og voru allir mjög ánægðir með völlinn og veðrið.  Sigurvegari ársins er Anders Samuelsson.  

Í fyllingu tímans verður hægt að kynna sér fyrirlestrana á heimasíðu brúarnefndar NVF hér.