Fréttir
  • Umferð á höfuðborgarsvæðinu
  • Umferðin á höfuðborgarsvæðinu með spá út árið
  • Umferðin á höfuðborgarsvæðinu eftir mánuðum

Stefnir í metumferð á höfuðborgarsvæðinu í ár

mikil aukning umferðar í ágúst

2.9.2014

Umferðin í ágúst á höfuðborgarsvæðinu jókst um meira en þrjú prósent í ágúst frá ágúst í fyrra. Meiri aukning hefur ekki mælst síðan 2007. Spá Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir því að umferðin í ár aukist um 3,4 prósent, gangi það eftir hefur aldrei verið meiri umferð á einu ári á svæðinu.


Milli mánaða 2013 og 2014
Áætlað er að umferðin í þremur mælisniðum á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist um 3,2% milli ágústmánaða. Leita þarf aftur til ársins 2007 til að finna hlutfallslega meiri aukningu milli sömu mánaða á milli ára. Ekki var þó slegið met í umferðinni í ágúst, eins og á Hringvegi, sjá frétt þar um. Áætlað er umferðin hafi aukist um 5,6% um Reykjanesbraut við Dalveg og um 4,5% um Vesturlandsveg til móts við Skeljung (ofan Ártúnsbrekku) en hafi dregist saman lítið eitt um Hafnarfjarðarveg sunnan Kópavogslækjar eða um 1,2%

Það sem af er árs 2013 og 2014
Nú er áætlað að umferð hafi aukist um 3,1% á höfuðborgarsvæðinu, ef marka má þessi 3 mælisnið. Það þarf að fara aftur til metársins 2008, til að finna sambærilega aukningu miðað við árstíma um þessi 3 mælisnið.

Horfur út árið
Nú er gert ráð fyrir að umferðin geti aukist um 3,4% á milli ára.  Gangi sú spá eftir myndi það þýða nýtt met í umferðinni um höfuðborgarsvæðið sem yrði þá um tæplega einu prósentustigi yfir metinu frá árinu 2008. Næsti mánuður hefur gjarnan verið mjög stór í umferðinni, á höfuðborgarsvæðinu, því veltur mikið á því hvað gerist í september, hvort líkur verði áfram miklar á því að spáin gangi eftir.