Fréttir
  • Lokun vegna hættu á eldgosi og flóðum
  • Jökulsá á Fjöllum á hringveginum
  • Jökulsá á Fjöllum á hringveginum
  • Jökulsá á Fjöllum á Norðausturvegi í Kelduhverfi
  • Jökulsá á Fjöllum á Norðausturvegi í Kelduhverfi
  • Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga

Lokanir norðan Vatnajökuls

Sérútbúin skilti verða komin upp á morgun

20.8.2014

Búið er að loka hálendinun á nokkuð stóru norðan Vatnajökuls fyrir umferð. Til viðbótar við þær merkingar og lokanir sem starfsmenn Vegagerðarinnar hafa komið upp verða sett upp sérstök skilti þar sem varað er við hættu á eldgosi og flóðum. Skiltin verða komin upp á morgun. Nú þegar er búið að loka með keðjum eða örðum samsvarandi hætti auk merkingana um lokun.


Best er að sjá lokanir á hálendiskorti Vegagerðarinnar hér, en einnig á færðarkortinu hér. Um er að ræða fjallvegina F88, F 902, F903, F905 og F910 að stórum hluta. Ef í óvissu má afla upplýsinga í síma 1777.

Verið er að leggja lokahönd á gerð skiltana og koma þeim norður í land þannig að ef allt gengur eftir áætlun verða þau komin upp á sína staði á morgun.

Vegagerðin er í viðbragðsstöðu komi til goss og flóðs. Skiptir þá öllu máli hver stærð hugsanlegs flóðs verður hvort möguleiki sé á að brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum standist átökin. Mælingamenn Vegagerðarinnar kanna nú hvar væri vænlegast að rjúfa vegi við brýrnar við Grímsstaði og í Kelduhverfi komi til flóðs til að minnka álagið á þær. Báðar eru þó byggðar hærra en vegurinn þannig að það mun flæða yfir veginn áður en flæðir yfir brýrnar. Hamfarahlaup upp á tugi þúsunda rúmmetra á sekúndu og þaðan af stærra mun taka brýrnar með sér.