Fréttir
  • Langjökulsvegur
  • Brúin yfir Geitaá (mynd frá 2009)
  • Brúin yfir Geitaá (mynd frá 2009)

Brú á Langjökulsvegi lokuð

brúin á Geitá verður kokuð 12. ágúst til 22. september

8.8.2014

Brúin yfir Geitá á Langjökulsvegi (551) verður lokuð frá 12. ágúst til 22. september vegna vinnu við nýja yfirbyggingu. Ekki verður þá hægt að komast að jöklinum þá leið nema á vaði yfir ána.

Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar á Hvammstanga mun setja upp nýja yfirbyggingu á brúna á Geitá á Langjökulsveginum og hefjast handa á þriðjudaginn eða 12. ágúst. Því verður að loka brúnni og verður aðeins hægt að komast þessa leið upp að jöklinum á vaði yfir ána vegna þessara framkvæmda.