Fréttir
  • Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum

Hjólað á Suðurstrandarvegi á sunnudag

Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum 10. ágúst 2014

7.8.2014

Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum verður haldið á sunnudaginn 10. ágúst og verður Suðurstrandarvegurinn hjólaður fram og til baka um ríflega 100 km leið fyrir þá sem lengst fara. Vegfarendur eru beðnir um að taka tillit til þess og aka varlega.


Það er Hjólreiðasamband Íslands sem stendur fyrir mótinu en það hefst kl. 10:00. Hjólað verður frá Grindavík austur Suðurstrandarveg (427) að Þorlákshafnarvegi,  snúið þar við og sama leið hjóluð til baka eða  Suðurstrandarveg. Endamark verður fyrir austan við Grindavík á Suðurstrandarvegi.