Fréttir
  • Umferð á höfuðborgarsvæðinu
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum

Aukin umferð á höfuðborgarsvæðinu í júlí

þriðji umferðarmesti júlímánuðurinn

5.8.2014

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um eitt prósent í júlí og hefur ekki verið meiri í þessum mánuði fyrir utan árin 2007 og 2008. Það stefnir í metumferð á höfuðborgarsvæðinu í ár. Sjá á myndinni hér við hliðina.

Milli mánaða 2013
Umferðin í nýliðnum júlí varð 1% meiri en í sama mánuði síðasta árs. Þetta er aðeins minna en áætlanir Vegagerðar gerðu ráð fyrir.Þetta er þriðji umferðarmesti júlí mánuður frá því að þessi samantekt byrjaði. Umferðin var meiri í júlí árið 2007 og 2008.

Það sem af er ári 2013  og 2014
Umferðin hefur nú aukist um 3,1%, það sem af er ári borið saman við sama tímabil árið 2013.

Horfur út árið 2014
Hegði umferðin sér með svipuðum hætti, það sem eftir lifir árs, m.v. árin á undan gæti hún aukist um 3,6% á milli ára, á höfuðborgarsvæðinu.Verði þetta raunin þá stefnir í met ár í umferðinni innan höfuðborgarsvæðisins, sbr. vísitala umferðar innan höfuðborgarsvæðis hefur hæðst farið í 114,7 stig árið 2008, en nú stefnir í að hún geti farið í um 116,0 stig.