Fréttir
  • Umferðaröryggisráðstefna NVF
  • Johan Lindberg, sænsku Vegagerðinni
  • Johan Lindberg, sænsku vegagerðinni
  • Arild Ragnöy, norsku vegagerðinni
  • Terje Giæver, norsku vegagerðinni
  • Umferðaröryggisráðstefna NVF
  • Umferðaröryggisráðstefna NVF
  • Jens Kristian Duhn, Ramböll
  • Anna Vadeby, VTI
  • Anna Anund, VTI

Öryggi hjólreiðafólks til umræðu

ráðstefna Norræna vegasambandsins um umferðaröryggismál

5.6.2014

Þrátt fyrir að banaslys hjólreiðafólks í Svíþjóð sé einungis 10 prósent af heildinni þá er hlutfall hjólreiðamanna í alvarlegum slysum heil 40 prósent eða um það bil jafn stór hópur og þeir sem slasast alvarlega í einkabílum. Þetta kom fram á NVF ráðstefnu um umferðaröryggi í morgun í Reykjavík.


Umferðaröryggisnefnd Norræna vegasambandsins (NVF) hélt dagana 4. og 5. júní ríflega 130 manna ráðstefnu sjá hér. Á ráðstefnunni var haldinn fjöldi erinda um meðal annars öryggi hjólreiðamanna í umferðinni. En hjólreiðar aukast víða á Norðurlöndum ekki bara á Íslandi.

Johan Lindberg frá sænsku Vegagerðinni hélt erindi um öryggi hjólreiðafólks þar sem ofanskráð kom fram. Hann sagði að það gerði auknar kröfur til allra sem koma að umferðaröryggi sú aukning sem væri í hjólreiðum. hann benti á þótt mest væru banaslysin í umferðinni skoðuð yrði líka að skoða vel alvarleg slys en þá kæmi einmitt í ljós stór þáttur hjólreiða í þeim efnum. 

Svo sem sjá má á myndunum sem fylgja hér neðar í fréttinni þá fjölgar alvarlegum slysum á hjólreiðafólki meðan þeim fækkar hjá þeim sem aka í einkabíl í Svíþjóð. Í langflestum tilvikum þá er um að ræða slys þar sem ekki er lent í árekstri við annað ökutæki, hjól eða gangandi. Eða 78 prósent tilvika þar sem reiðhjólið eitt og hjólreiðamaðurinn kemur við sögu. Nærri helmingur af þessum slysum má rekja til þjónstu á vegum og stígum, vetrarþjónustunnar og þjónustu um sumar eða í 44% tilvika. Hálka er svo ástæða í 77% þeirra tilvika. Hálka sem skapast hvorttveggja af ís og snjó og líka af sandi sem notaður hefur verið til að verjast hálku að vetri til. 

Augljóslega þarf því að bæta þjónustuna til að fækka slysunum. Annað sem menn skða líka sérstaklega er aukinn hraði í hjólreiðum almennt, sem er aukið áhyggjuefni.

Á ráðstefnunni var fjallað um umfarðaröryggisáætlanir, til dæmis í Noregi þar sem menn meðal annars skoða nú í auknum mæli notkun á áfengislásum, fjallað var um eftirlit með framkvæmdum, vegrifflur sem hafa skilað miklum árangri í Noregi, sérstaklega á vegum þar sem ekki er vegrið í miðjunnin þ.e.a.s. á venjuelgum tveggja akreina vegum. En í fleiri en einu erindi kom eigi að síður fram að 2+1 vegur með miðjuvegriði hefur gríðarleg áhrif varðandi fækkun banaslysa og alvarlegra slysa í umferðinni og jafnast á við það öruggasta í vegakerfinu sem er vandaðasta gerð 2+2 vega. 

Þá var fjallað um aukinn hraða í þungaflutningum og hvernig bregðast megi við því, hækkun hámarkshraða í Noregi á um 90 km af hraðbrautum úr 100 km/klst í 110. Rætt var um þreytu og svefnhöfgi hjá atvinnubílstjórum, ökukennslu og umferðaröryggi eldri borgara. 

Glærur sem sýndar voru verða fljótlega birtar á heimasíðu Norræna vegasambandsins, á heimasíðu umferðaröryggisnefndarinnar. 


Umferðaröryggisráðstefna NVF











































Banaslys og alvarleg slys í Svíþjóð, hér sést að 10% banaslysa er vegna hjólreiða en 40% alvarlegra slysa.

Umferðaröryggisráðstefna NVF

  Hér sést að hjólreiðaslysum fjölgar á sama tíma og slysum vegna einkabíls fækkar. 



Umferðaröryggisráðstefna NVF























Hér má sjá hvernig alvarlegu slysin skiptast niður. Á súlunni lengst til vinstri sérrst að 78% slysanna eru þar sem hjólið eitt kemur við sögu, en á næstu súlu sést hvernig ástæðurnar fyrir slysunum skiptast eftir eðli þeirra, þ.e.a.s. þar sem hjólið eitt kemur við sögu. Og súlan lengst til hægri sýnir síðan hvernig slys vegna vetrar- og sumarþjónustu skiptast niður eftið eðli sínu, flest eru hálkuslys.