Fréttir
  • Hálendiskort 21. maí

Fyrsta hálendiskortið í ár

Miklar lokanir snemma vors að vanda

21.5.2014

Fyrsta hálendiskort vorsins hefur verið gefið út en á hálendiskortunum er farið yfir ástand fjallvega. Þeir eru nær alveg lokaðir svo sem búast má við á þessum árstíma. Ný kort eru gefin út reglulega.


Kortin eru að finna hér á vefnum undir "Ferðaupplýsingar" eða "Færð og veður" þar sem síðan er smellt á tengilinn "Fjallvegir" í listanum vinstra megin á síðunni. Þar er síðan tenginn á Hálendiskort ýmist á gif- eða pdf-formi.

Einnig er hægt að nálgast kortið á forsíðunni en í tilkynningunni undir myndinni þar sem fjallað er um akstursbann á hálendinu, þar er tengill á kortið.