Fréttir
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum

Mikil aukning umferðar í apríl

Ríflega 12 prósenta aukning 

2.5.2014

Umferðin á Hringveginum í apríl jókst verulega mikið eða um ríflega 12 prósent sem er mesta aukning frá því þessi samanburður hófst árið 2005. Þessu var reyndar spáð og skýrist að einhverju leyti af tímasetningu páskanna.

Milli apríl manaða 2013 og 2014
Mikil umferðaraukning var í nýliðnum apríl miðað við sama mánuð á síðasta ári eða um rúmlega 12%.  Þetta er mesta aukning milli aprílmánuða frá því að þessi samanburður hófst árið 2005. Þessi mikla aukning kemur Vegagerðinni ekki á óvart þar gert var ráð fyrir henni samanber fyrri fréttir þar um. Mest eykst umferðin um Norður- og Austurland eða um rétt rúm 30%, en minnst í grennd við höfuðborgarsvæðið eða um rúm 6%. 


Samanburdur-april
Það sem af er ári milli áranna 2013 og 2014
Nú hefur umferðin aukist um 4,1% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári.  Ef frá er talið síðasta ár þarf að leita aftur til ársins 2007 til að finna meiri aukningu miðað við árstíma. Umferðin hefur aukist mest um Suðurland, frá áramótum, eða um 6,3% en minnst um Austurland en um mælipunkt á því svæði er 1,2% samdráttur. Austurland er eina svæðið sem sýnir samdrátt frá áramótum en taka verður tillit til þess að umferð er almennt ekki mikil yfir þau mælisnið samanborið við hin svæðin.

Horfur út árið 2014
Nú sýna fjórir fyrstu mánuður ársins að líkur eru til þess að umferðin um 16 lykilsnið á Hringvegi verði u.þ.b. 1,5% meiri en hún var á síðasta ári. Verði þetta raunin er það heldur minni aukning en var á milli áranna 2012 og 2013..  En sumarmánuðir munu þó ráða mestu um það hver aukningin verður, því verður áhugavert að fylgjast með næstu mánuðum.  Spámódel Vegagerðarinnar spáir frekar lítilli aukingu í sumar þannig ef það reynist rangt og hún verður umtalsverð þá eru líkur til þess að aukningin yfir árið verði einnig mun meiri en nú lítur út fyrir. Það kemur í ljós.