Fréttir
  • Norðfjarðargöng, fyrsta sprenging í Fannardal
  • Norðfjarðargöng, fyrsta sprenging í Fannardal
  • Norðfjarðargöng, fyrsta sprenging í Fannardal
  • Norðfjarðargöng, fyrsta sprenging í Fannardal
  • Norðfjarðargöng, fyrsta sprenging í Fannardal
  • Norðfjarðargöng, fyrsta sprenging í Fannardal
  • Norðfjarðargöng, fyrsta sprenging í Fannardal

Sprengt beggja vegna í Norðfjarðargöngum

búið að sprengja um einn kílómetra af sjö og hálfum

24.3.2014

Bæjarstjórinn og bæjarstjórnin í Fjarðabyggð sprengdu fyrstu formlegu sprenginguna í Norðafjarðargöngum Fannardalsmegin á laugardaginn var og er nú grafið beggja vegna. Búið er að sprengja um einn kílómetra í heild.

Alls verða göngin 7.542 m fyrir utan vegskála þannig að það er búið að sprengja um 13-14 prósent.

Það eru verktakarnir Metrostav a.s. og Suðurverk hf. sem sinna verkinu fyrir Vegagerðina. Og með hefðbundnum hætti kom tékksneski verktakinn fyrir líkneski af heilagri Barböru við gangamunnann en hún er verndardýrlingur námumanna að kaþólskum sið. 

Hér má lesa meira um gangagerðina en heildarkostnaður er áætlaður rúmir 12 milljarðar króna á verðlagi í febrúar 2013.  

Um einn þriðji verður sprengdur Norðfjarðarmegin en tveir þriðju Eskifjarðarmegin. Reiknað er með að gegnumbrot verði um mitt næsta ár og að göngin verði opnuð fyrir umferð í september 2017.