Fréttir
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum

Líka aukin umferð á höfuðborgarsvæðinu

Frá áramótum hefur umferðin aukist um rúm fjögur prósent

4.3.2014

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar jókst um tæp fjögur prósent frá sama mánuði í fyrra. Einsog og á Hringvegi eykst umferðin töluvert mikið í byrjun árs eða um rúm fjögur prósent. Búast má við töluverðri aukningu í ár en erfitt að spá því nákvæmlega.

Milli febrúarmánaða 2013 og 2014
Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst svipað, um þrjú lykilsnið, og yfir 16 lykilteljara á Hringvegi eða um 3,7% á milli febrúarmánaða 2013 og 2014.Mest jókst umferðin um Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi eða um 4,8% en minnst um Hafnarfjarðarveg sunnan Kópavogslækjar eða um 1,9%.

Frá áramótum 
Umferð hefur nú aukist um 4,1% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári.  Þetta er aðeins minni aukning en á sama tíma á síðasta ári en þá hafði umferðin aukist um 4,9% frá áramótum 2013 borið saman við árið 2012.

Horfur út árið  
Það að umferð aukist mikið í byrjun árs er ekki endilega mælikvarði á að slík aukning haldi út árið. Þetta sanna tölur frá síðasta ári þar sem umferðin hafði aukist um 6,7% milli janúarmánaða en 3,2% milli febrúarmánaða.  Þegar leið á árið 2013 varð aukningin ekki eins mikil og endaði loks í 2,4% aukningu, þegar árið var gert upp. Líkt og út á Hringvegi ber að fara varlega í að túlka þessa miklu aukningu nú, sem ávísun á mikla aukningu í lok árs. Engu að síður hefur það ekki gerst, frá því að þessi samantekt byrjaði, að ef janúar og febrúar sýna aukningu á milli ára, að uppgjör ársins endi í samdrætti.  Ef miða á við síðustu ár eru þó nokkuð góðar líkur á umferð, í þessum þremur mælisniðum, aukist um meira 2% og um minna en 6%.  Þannig að aukningin í ár verði 2-6 prósent.