Fréttir
  • Hluti framkvæmda á Bakka

Bakkavegur (857) og Húsavíkurhöfn

Kynningarskýrsla

30.1.2014


Vegagerðin og Hafnasjóður Húsavíkur kynna hér með framkvæmd á Húsavík í sveitarfélaginu Norðurþingi, Suður-Þingeyjarsýslu vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka. 

Fyrirhugað er að gera endurbætur á hafnaraðstöðu við Bökugarð og að byggja 2,6 km langan veg, sem mun liggja frá hafnarsvæði Húsavíkur við Bökugarð að skilgreindu iðnaðarsvæði á Bakka. 

Vegurinn mun liggja í tæplega 1 km löngum jarðgöngum undir Húsavíkurhöfða en 1,6 km langur vegur verður utan jarðganga. Fyrirhugað er að nýta efni úr fjórum námum. Tvær þeirra eru í sveitarfélaginu Norðurþingi en tvær í sveitarfélaginu Þingeyjarsveit.