Fréttir
  • Umferðin 2005-2013
  • Umferðin eftir mánuðum 2013

Umferðin á Hringveginum jókst töluvert mikið 2013

mikill viðsnúningur miðað við síðustu ár

8.1.2014

Viðsnúningur varð í umferðinni á Hringveginum á síðast ári. Umferðin á 16 talningarstöðum jókst um 3,6 prósent eftir nær samfelldan samdrátt í umferðinni síðan árið 2007. Umferðin er núna ríflega það sem hún mældist árið 2006.

Milli mánaða 2012 og 2013
Umferðin, um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar, jókst um 1,5% á milli desembermánaða. Þetta er minni aukning en búist hafði verið við í reiknilíkani Vegagerðarinnar og mun minni aukning en varð á milli sömu mánaða á síðasta ári.

Umferðin í desember jókst einungis um tvö landssvæði og mest mældist aukningin um teljara á Norðurlandi eða um 5,2%, en mest dróst umferðin saman um teljara á Vesturlandi eða um 3,2%.

Milli ára 2012 og 2013

Þegar árið 2013 hefur verið gert upp fyrir þessa 16 talningastaði á Hringvegi kemur í ljós að umferðin, í heild, jókst um 3,6% á milli ára. Svona mikil aukning hefur ekki mælst síðan árið 2007. Þetta er því mikill viðsnúningur eftir nánast samfelldan samdrátt frá árinu 2007. Umferðarmagnið nú samsvarar rétt rúmlega því umferðarmagni sem mældist árið 2006 á þessum stöðum.  


SamabDesember2013


Það skal haft í huga að þessar tölur gefa einungis vísbendingar um hvernig umferðin gæti hafa þróast í heild á landinu öllu, árið 2013 því þetta eru einungis tölur fyrir Hringveginn.