Fréttir
  • Umferð að vetri til

Þjónusta Vegagerðarinnar um áramót

á nýársdag eru leiðir með 6 og 7 daga þjónustu þjónustaðar

30.12.2013

Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar um áramótin verður með hefðbundnu sniði. Athugið að leiðir með 6 daga þjónustu og leiðir með 7 daga þjónustu verða þjónustaðar á nýársdag. 

Á gamlársdag er umferðarþjónustan, þar sem svarað er í síma 1777, opin frá kl 06:30 um morgunin. Hún verður opin til kl. 13:00 nema veðurhorfur séu slæmar þá verður opið til kl. 16:00. Snjómokstri verður sinnt til um það bil kl. 15:00 þann dag.

Á nýarsdag er miðað við að umferðarþjónustan verði opin frá kl. 10:00 til kl. 12:00 en lengur verður ef álag er mikið, tekið verður mið af ástandinu á þessum tíma. Unnið verður samkvæmt snjómokstursreglum og tekur þjónustan mið af ástandinu og gæti mokstri lokið snemma ef færð og ástand gefa tilefni til.

Vegfarendur athugið einnig:
Færð á vegum er ekki könnuð á vettvangi nema á umferðarþyngstu vegum. Upplýsingar um færð og veður taka annars mið af gögnum frá veðurstöðvum og myndavélum.

Athugið líka að skiptiborð Vegagerðarinnar og skrifstofur eru almennt lokaðar á gamlársdag þótt opið sé í 1777.