Fréttir
  • Vetrarþjónusta

Þjónusta Vegagerðarinnar um jólin

vaktir styttri á aðfangadag og jóladag

18.12.2013

Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar um jólin verður með hefðbundnu sniði. Athugið að aðeins leiðir með 7 daga þjónustu verða þjónustaðar á jóladag. 

Á aðfangadag er umferðarþjónustan, þar sem svarað er í síma 1777, opin frá kl 06:30 um morgunin. Hún verður opin til kl. 13:00 nema veðurhorfur séu slæmar þá verður opið til kl. 16:00. Snjómokstri verður sinnt til um það bil kl. 15:00 þann dag.


Á jóladag verður umferðarþjónustan opin frá kl. 10:00 til kl. 12:00 en eftir það eru starfsmenn á bakvakt. Unnið verður samkvæmt snjómokstursreglum og tekur þjónustan mið af ástandinu og gæti mokstri lokið snemma ef færð og ástand gefa tilefni til.

Annan dag jóla er upplýsingaþjónustan opin að vanda frá kl. 06:30 til kl. 22:00 og þjónusta samkvæmt snjómokstursreglum. Reglurnar má finna hér á vef Vegagerðarinnar.

Vegfarendur athugið einnig:
Færð á vegum er ekki könnuð á vettvangi nema á umferðarþyngstu vegum. Upplýsingar um færð og veður taka annars mið af gögnum frá veðurstöðvum og myndavélum.

Athugið líka að skiptiborð Vegagerðarinnar og skrifstofur eru almennt lokaðar á aðfangadag þótt opið sé í 1777.