Fréttir
  • Brú yfir Jökulsá á Fjöllum
  • Brú yfir Jökulsá á Fjöllum

Hringvegur (1) - Brú yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði

Kynning á framkvæmd

6.12.2013

Vegagerðin kynnir hér með framkvæmdir við byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði og vegaframkvæmd á Hringvegi (1).  Framkvæmdin er í Skútustaðahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu og Norðurþingi í Norður-Þingeyjarsýslu.

Byggð verður um 230 m löng ný brú yfir Jökulsá á Fjöllum. Fyrirhugað er að nýtt brúarstæði verði um 500 m sunnan og ofan við núverandi brú. Í tengslum við brúarbygginguna verður vegagerð á um 2,6 km löngum kafla. Núverandi vegur  á þessum kafla er 3,7 km langur. Við framkvæmdina styttist Hringvegurinn því um 1,1 km. 

Sjá kynningarskýrslu og teikningar