Fréttir
  • Akstur á höfuðborgarsvæðinu með spá út árið
  • Akstur á höfuðborgarsvæðinu eftir mánuðum

Aukinn akstur á höfuðborgarsvæðinu í nóvember

umferðin aftur að nálgast metárið 2008

3.12.2013

Akstur á höfuðborgarsvæðinu jókst um 2 prósent í nóvember frá sama mánuði í fyrra. Reikna má með að aksturinn í ár verði um 2,7 prósentum meiri en í fyrra og er þá farinn að nálgast metárið 2008. 

Milli mánaða 2012 og 2013
Áætlað er að aksturinn á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist um 2 prósent milli nóvember mánaða. Þessi aukning er í samræmi við það sem búist var við þó aðeins meiri.

Milli áranna 2012 og 2013
Áætlað er að aksturinn á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist um 2,8 prósent, það sem af er ári.  

Horfur út árið 2013
Búist er við því að aksturinn í desember aukist svipað og raunin varð í nóvember.  Verði það niðurstaðan þá myndi það samsvara því að aksturinn á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist um  2,7 prósent, milli ára.

Verði hlutfallslega sama aukning á árinu 2014, þá myndi sú aukning hafa í för með sér að akstur innan höfuðborgarsvæðisins væri orðinn sá sami og árið 2008, er mest lét.  Það verður því fróðlegt að fylgjast með því hvað gerist á næsta ári.